Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki yfirvinnu eða eftir atvikum álag á stórhátíðum, en þeir dagar sem slíkt gildir um eru:

  • Aðfangadagur eftir kl. 12
  • Jóladagur
  • Gamlársdagur eftir kl. 12
  • Nýársdagur

Öll vinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi, sem er 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

Fyrir yfirvinnu á öðrum frídögum skal greiða 80% álag á dagvinnutímakaup eða 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Annar í jólum telst sem almennur frídagur.

Í vaktavinnu eru til tvær reglur um greiðslur á þessum dögum. Annarsvegar hjá þeim sem fá vetrarfrí og svo hjá hinum sem ekki eru með vetrarfrí.

 

Mynd: pixabay