Lausa skrúfan verður á Glerártorgi um helgina, 15.–16. febrúar, þar sem þátttakendur úr Grófinni Geðrækt kynna verkefnið, ræða við gesti og bjóða þeim að styðja málefnið. Sérstakur gestur laugardagsins verður tónlistarmaðurinn Svavar Knútur, sem kemur við kl. 14:00 til að syngja nokkur lög og segja sögur – eitthvað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara!
Lausa skrúfan er bæði vitundarvakning um geðheilbrigði og fjáröflun fyrir Grófina Geðrækt, sem stendur nú frammi fyrir fjórfalt hærri húsnæðiskostnaði en áður. Verkefnið var fyrst kynnt á Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn í október og fékk frábærar viðtökur. Nú hefur febrúar verið valinn sem mánuður Lausu skrúfunnar, þar sem veturinn getur verið krefjandi og andleg heilsa okkar allra skiptir máli.
Við hvetjum alla til að kíkja við á Glerártorgi um helgina, taka spjallið og njóta tónlistar og sagna frá Svavari Knúti á laugardaginn kl. 14.00! Þú getur haft áhrif og stutt þetta mikilvæga málefni.
Hvað er Grófin Geðrækt?
Grófin geðrækt er gjaldfrjálst úrræði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri á öllum stigum bataferilsins sem vilja bæta heilsuna með geðrækt og batavinnu gegnum hópastarf á jafningja-grundvelli. Markmið Grófar-innar er meðal annars að skapa tækifæri fyrir þau sem glíma við andlega erfiðleika til að vinna í sínum bata á eigin forsendum og á eigin ábyrgð, sem og að skapa vettvang fyrir öll þau sem vilja vinna að geðrækt á jafningjagrunni, hvort sem þeir eru notendur geðheilbrigðisþjónustunnar, fagaðilar, aðstandendur eða einfaldlega áhugafólk um fram-farir í geðheilbrigðismálum.
Hægt er að lesa meira um Lausu skrúfuna inni á www.lausaskrufan.is
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2025/02/Lausa-skrufan-kassar-faerri-MB-1024x683.jpg)