Eigendur katta í Fjallabyggð eru minntir á að taka tillit til fuglalífs á varptíma, þ.e. frá 1. maí til 15. júlí nk., t.d. með því að hengja bjöllu á kettina eða nota kattakraga og takmarka útiveru þeirra.

Lausaganga katta er bönnuð frá kl. 20:00 til kl. 8:00 á þeim tíma samkvæmt samþykkt um kattahald í Fjallabyggð.