Fyrir lágu drög að nýju skipuriti fyrir stjórnsýslu Fjallabyggðar á 866. fundi bæjarráð Fjallabyggðar, sem og tillaga að nefndaskipan í samræmi við tillögur að nýjum samþykktum Fjallabyggðar.
Tillögur að breytingum taka m.a. mið af ábendingum sem fram komu í stjórnsýsluúttekt Strategíu frá síðasta ári.
Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi drög að nýju skipuriti fyrir stjórnsýslu og nefndaskipan og felur bæjarstjóra að vinna tillögur að breytingum á samþykktum Fjallabyggðar í samræmi við skipuritin fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóra er jafnframt falið að vinna auglýsingar um laus störf sem skipuritið gerir ráð fyrir.
Alvarlegar brotalamir í stjórnsýslu Fjallabyggðar
Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt Fjallabyggðar
Hvað verður úr mannauðsstefnu Fjallabyggðar?
Leynd um starfslok bæjarstjóra – Veita engin svör