Í gær var kveikt á jólatrénu í Ólafsfirði. Kátt var á hjalla og komu jólasveinarnir af fjöllum og gáfu ungviðinu gott í poka við mikinn fögnuð yngri kynslóðarinnar.
Hátíðarávarp var flutt, tónlistarflutningur og dansað í kringum jólatréð.

Dansað í kringum jólatréið með jólasveinunum

Margmenni mætti

Skíðafélag Ólafsfjarðar bauð öllum upp á heitt kakó og piparkökur. Einnig var nýi troðari Skíðafélagsins til sýnis.
Myndir: Guðmundur Ingi Bjarnason