Jón Trausti Traustason

Jón Trausti Traustason bóndi, vitavörður og veðurathugunarmaður á Sauðanesi við Siglufjörð sendir Veðurstofunni mánaðarlega tíðaryfirlit yfir veðráttu mánaðrins.

Yfirlit yfir veðrið í nóvember 2018 frá veðurstöðinni á Sauðanesvita.

Fyrstu fjóra daga mánaðarins voru N. lægar áttir ríkjandi með skúrum, slyddu eða snjóéljum.

Dagana 5. til 9. voru vindáttir breytilegar og hlýrra veður. Þ. 10. – 16. voru N.A. áttir ríkjandi með úrkomu í formi regns eða súldar með + hita, 1 – 6 stig.

Frá og með þ. 17., til og með þeim 27. gerði svo góðviðriskafla. Voru þá hægar S. og S.A. áttir ráðandi með þurru veðri lengst af.

Síðustu þrjá daga mánaðarins var svo alvöru N.A. stórhríð ríkjandi með hita um frostmark eða vægu frosti. 

Meðalhiti mánaðarins var + 3,13 stig og úrkoma mældist 108,4 mm.
Hæst komst hitinn í + 16,9 stig þ. 17. og þ. 18. og lægst þ. 4. og þ. 26 . er hiti fór niður í – 3,1 stig.

Í heild séð telst þessi Nóvember mánuður góður og vegur þá hinn 11 daga kafli eftir þ. 17. mikið.

Einnig var mánuðurinn mildur eins og sést á meðalhita hans. Snjólag var gefið hér fyrstu 6 daga mánaðarins og síðan ekki aftur fyrr en síðustu tvo daga hans. Í báðum þeim tilfellum mældist snjódýpt mest 10 sm.

Þess utan var jörð blaut og svo til frostlaus. í 10 daga varð engrar úrkomu vart. Deilist því úrkomumagn mánaðarins á 20 daga sem gefur útkomuna 5,4 mm að jafnaði per. þá daga.

 

Heimild: Jón Trausti Traustason
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir