Í fundargerð byggðarráðs Húnaþings vestra er bókað meðal annars:
1. Lagt fram bréf frá Leikflokki Húnaþings vestra dags. 15. júlí sl. þar sem stjórn Leikflokksins óskar eftir því að sveitarfélagið kaupi nýtt hljóðblöndunarborð fyrir Félagsheimilið Hvammstanga.
Leikflokkurinn er tilbúinn að fjármagna kaupin gegn fjölgun gjaldfrjálsra daga fyrir æfinga- og sýningaraðstöðu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera viðauka við núverandi samning við Leikflokkinn um æfinga- og sýningaraðstöðu í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Viðaukinn felur í sér fjölgun gjaldfrjálsra daga í samræmi við gjaldskrá sem nemur upphæð tilboðs í hljóðblöndunarborð.
Þorleifur Karl Eggertsson vék af fundi undir þessum lið.