Nemendur í forritunaráfanga á starfsbraut Menntaskólans á Tröllaskaga buðu nemendum leikskólans í heimsókn á fimmtudag.
Tilgangurinn var að kenna þeim á tækin sem nemendur MTR hafa verið að forrita og útskýra hvernig þau virka. Þetta eru lítil vélmenni sem kallast Coji en líka hefur verið unnið með Bloxels við að forrita tölvuleik.
Skemmst er frá því að segja að gestir og gestgjafar áttu góða stund saman og nutu upplifunarinnar eins og myndirnar sýna. Sjá hér