Skipulag og starfsemi Leikskóla Fjallabyggðar skólaárið 2024-2025 var tekið fyrir á 142. fundi fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar.
Undir þessum dagskrárlið sat Kristín María Hlökkk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar.
Leikskólinn hóf nýtt skólaár 12. ágúst sl. Færri börn eru á starfsstöðinni á Siglufirði, Leikskálum en á síðasta skólaári og því verða deildirnar einni færri fram að áramótum. 106 nemendur eru í leikskólanum samtals og starfsfólk er 37 talsins. Enginn sótti um stöðu matráðs á Leikskálum. Staðan verður leyst með núverandi starfsmönnum til bráðabirgða. Auglýsingin mun verða í birtingu eins lengi og þarf. Skólastarf fer annars vel af stað á báðum starfsstöðvum.