Lögð voru fram erindi frá íbúa við Hólaveg á Siglufirði vegna snjósöfnunar og íbúa við Laugarveg á Siglufirði vegna snjósöfnunar og bleytu í lóð á 319. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar.

Nefndin þakkað fyrir erindin og upplýsir að vinna sé í gangi við endurskipulagningu snjómoksturs í sveitarfélaginu.

Hluti af þeirri vinnu er að skipuleggja verklag og skilgreina snjósöfnunarsvæði.

Í þeirri vinnu verður m.a. leitast við að lágmarka ónæði af snjósöfnun fyrir íbúa og koma til móts við ábendingar sem þessa.

Tæknideild er einnig falið að vinna að kortlagningu snjósöfnunarsvæða, þ.m.t ástand, áskoranir og tillögu að verklagi við hvert svæði fyrir sig með tilliti til losunar og bráðnunar.

Nefndarmenn skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar eru þau, Arnar Þór Stefánsson formaður, Tómas Atli Einarsson varaformaður, Ólafur Baldursson aðalm. Þorgeir Bjarnason aðalm. og Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.

Vilja ekki snjósöfnun við Laugarveg á Siglufirði