Lestur er lykilinn að öllum öðrum lyklum hvað varðar nám og þekkingarleit. Lestur gefur okkur einnig möguleika á að öðlast gleði við að lesa bækur af ýmsum toga. Bókarlestur verður þess vegna mikilvægur til að efla færni og þekkingu á mörgum sviðum.
Í Grunnskóla Fjallabyggðar er stuðst við starfsaðferðir byrjendalæsis. Byrjendalæsi er byggt á kenningu lestrarfræða um áhrifarík og vönduð vinnubrögð. Áhersla er lögð á að kennsla í lestri feli í sér samþætta nálgun sem nái til allra þátta móðurmálsins. Gert er ráð fyrir því, að börnum sem hafa ólíka færni í lestri sé kennt hlið við hlið og áhersla lögð á hópvinnu um leið og einstaklingsþörfum er mætt.
Hér er að finna áhugavert og skemmtilegt myndband í sambandi við lestur.
www.lesummeira.is(ýtið á Sjá meira þá kemur upp stutt myndband)
En hvers vegna skiptir máli að börn öðlist áhuga á að lesa bækur þegar nóg er af öðru lesefni út um allt? Einfalda svarið er að áhugi á bóklestri tengist betri lesskilningi sem er undirstaða alls náms.
Í stuttu máli sagt gengur börnum sem hafa gaman af því að lesa bækur betur í skólanum.
Langa svarið er að bóklestur eykur víðsýni og umburðarlyndi, kennir börnum að setja sig í spor annarra og átta sig á skráðum og óskráðum reglum samfélagsins, lestur eflir málþroska, sköpunargáfu, ímyndunarafl og orðaforða. Svo er bóklestur líka svo skemmtilegur, kærkomið athvarf frá amstri dagsins. (tekið afwww.lesvefurinn.hi.is)
Forsíðumynd: pixabay