Flutningur á upplesnum jólakveðjum FM Trölla hefjast í dag.
Verða þær fluttar daglega, nokkrar í senn tvisvar á klukkustund fram á aðfangadag og svo aftur á gamlársdag. Þær verða lesnar í heild sinni á aðfangadag, gamlársdag og nýársdag kl. 13:00.
Undirtektir hafa verið einstaklega góðar í ár og skemmtileg hefð skapast sem nærir jólaandann og gleður hjörtu um borg og byggð.
