Mánudaginn 15. mars fékk 5. bekkur grunnskóla Fjallabyggðar að fræðast um Slippinn undir handleiðslu Örlygs Kristfinnssonar.
Örlygur fræddi börnin um báta og bátasmíði og kenndi þeim að þekkja hugtök á borð við þóftu, borðstokk og stefni.
Þá gerðu börnin tilraun með Örlygi að gufuhita spýtu og sveigja hana svo án þess að hún myndi brotna í tvennt. Eftir nokkrar tilraunir þá tókst þeim að sveigja spýtuna og börnin lærðu hvernig borð voru sett í svitastokka.
Börn og fullorðnir skemmtu sér konunglega og aldrei að vita nema bátasmiðir framtíðarinnar hafi leynst í þessum hóp segir á facebooksíðu Síldarminjasafnsins.
Ljósmyndir Inga Þórunn Waage