Brjóstakrabbameinsskimun á HSN Sauðárkróki verður dagana 22. – 26. mars. 

Opið er fyrir tímabókanir í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga. Athugið að tímabókanir fara ekki fram í gegnum móttökuritara á HSN.  

Boð í skimun 

Konum á Íslandi er boðin skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi í samræmi við skimunarleiðbeiningar Embættis landlæknis. 

Konum á aldrinum 40 til 69 ára er boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldrinum 70 til 74 ára á þriggja ára fresti.

Konum er boðin skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23 til 29 ára og á fimm ára fresti á aldursbilinu 30 til 65 ára.  

Panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini 

Konur  23 til 64 ára um land allt geta pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini með símtali við þá heilsugæslustöð sem hentar best. Hægt er að panta tíma hjá móttökuriturum á HSN í síma 432-4200 alla virka daga milli kl. 08.00 og 16.00 

Einnig geta þær konur sem fengið hafa boðsbréf í skimunina og búa á höfuðborgarsvæðinu, bókað sig á Mínum síðum á heilsuvera.is

 Við hvetjum allar konur sem hafa fengið boðsbréf að bóka tíma.