Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð hafa birt tilkynningar vegna verkfalla aðildarfélaga BSRB, þar sem vandlega er lýst áhrifum verkfallsins á stofnanir sveitarfélagana.

Ljóst er að verkfallsaðgerðir munu hafa mikil áhrif á þjónustu sveitarfélaganna. Skerðingar verða á þjónustu stofnana og í sumum tilfellum þarf að loka stofnunum eða starfsstöðvum/deildum innan stofnana.

Allar nánari upplýsingar má finna á:
vef Fjallabyggðar, fjallabyggd.is og
vef Dalvíkurbyggðar, dalvikurbyggd.is