Mikið fjör var í Ólafsfirði um liðna helgi.

Var þá haldið hið árlega Sápuboltamót sem setur heldur betur svip á bæinn.

Í fyrra kepptu 19 lið en í ár voru þau 36, svo þátttakan hefur aukist umtalsvert.

Liðið “Kristófer Andri” vann mótið og “The Goons” einhyrningarnir voru í bestu búningunum.

Eins og myndirnar sýna voru liðin aldeilis skrautleg og greinilegt að mikið var í þá lagt.

Myndir/Kristín Halldórsdóttir