Hjúkrunarforstjóri Hornbrekku gerði grein fyrir innra starfi Hornbrekku á 37. fundi stjórnar Hornbrekku.

Þar var greint frá því að í október síðastliðnum var haldin sameiginleg samkoma heimilisfólks og Félags eldri borgara í Ólafsfirði (kráarkvöld) og heppnaðist einstaklega vel.

Hjúkrunarforstjóri upplýsti að breytt fyrirkomulag dagþjónustu með flutningi starfseminnar úr Húsi eldri borgara í Hornbrekku hefur farið vel af stað. Innleiðing Eden stefnunnar gengur samkvæmt áætlun. Næsta innleiðingarnámskeið verður haldið eftir áramót.