Um síðastliðna helgi birti ferðavef­ur Lonley Pla­net grein um þrjá staði sem mælt er með að heim­sækja á Íslandi fyr­ir ferðalanga sem vilja ferðast eins og heima­menn. Greinina skrifuðu þrír ferðasérfræðingar sem hver um sig völdu einn stað sem þeir mæltu með, Hrísey, Ásbyrgi og Neskaupsstað. Carolyn Bain, ferðabóka­höf­und­ur, valdi Hrís­ey sem er í Eyjafirðinum.

Hrís­ey
„Litla eyj­an Hrís­ey er í 15 mín­útna siglingu með ferju frá Árskógs­sandi og langt frá ysn­um á hring­veg­in­um. Ferj­an tekur ekki bíla; við bryggju eyj­unn­ar eru hjól­bör­ur svo ferðalang­ar geti flutt far­ang­ur sinn. Í ná­grenn­inu er röð af drátt­ar­vél­um sem er ákjós­an­leg­ur ferðamáti um eyj­un­a,“ skrif­ar Bain.

“Hér búa um 160 manns og ekki fjölbreytt þjónusta: verslun, veitingastaður, gistiheimili og sundlaug (þetta er jú Ísland). Ég kem hingað fyr­ir kyrrðina, fugla­lífið (rjúp­ur, krí­ur, máva og end­ur), göngu­leiðirn­ar og út­sýnið. Hrís­ey er í miðjunni á löngum firði umkringd fjöllum með stór­kost­legu út­sýni til allra átta. Staður sem er vel þess virði að heim­sækja hvenær sem er árs,” segir Bain enn fremur.

Greinina í heild sinni má finna má: Hér