Líkamsræktir Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar verða lokaðar frá og með deginum í dag, 5. október 2020.
Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra skulu líkamsræktir loka frá miðnætti aðfaranótt 5. október.
Sundlaugar mega taka á móti 50% leyfilegs fjölda. Gestir sundlauga í Fjallabyggð eru hvattir til að gæta að ýtrustu sóttvörnum og 1 metra nándarreglu í búningsklefum, sturtum, pottum og í laug.
Til að tryggja að gestir geti haldið 1 metra nándarreglu er miðað við að í búningsklefum séu ekki fleiri en 20 manns í einu. 50% af hámarksgestafjölda sundlauga í Fjallabyggð eru 68 manns.