List fyrir alla hefur formlega opnað glæsilegan vef þar sem hægt er að finna ítarlegar upplýsingar um barnamenningu og listviðburði fyrir ungt fólk sem gagnast bæði skólum og fjölskyldum.
Á Norðurlandi eystra er menningarstarf öflugt, bæði ef litið er faglegs starfs sem og áhugamenningar. Þá er safnastarf einnig öflugt og safnaflóran mjög fjölbreytt og starfsemin til fyrirmyndar.
Á kortasjá á vef Listar fyrir alla má á einfaldan hátt sjá yfirlit yfir söfn, sýningar og setur sem bjóða börn og unglinga sérstaklega velkomin. Á síðunni er að auki margt fleira áhugavert til að kynna sér, t.d. viðburði, barnamenningarhátíðir og fleira skemmtilegt.
Eru allir hvattir til að kynna sér þennan nýja vef og fylgja þeim á Facebook.