Listahátíðin Leysingar verður haldin í Alþýðuhúsinu á Siglufirði á föstudaginn langa 29. mars og laugardag 30. mars eins og undanfarin ár, með þátttöku fjölda listamanna víðsvegar að í bland við heimamenn.
Þar mætast ólíkir straumar og listform sem opna glugga í allar áttir og gefa þátttakendum tækifæri til að láta ljós sitt skína, kynnast öðru skapandi fólki og mynda tengsl.
Dagskráin er fjölbreytt með gjörningum, myndlistarsýningu, ljóðaupplestrum, fyrirlestri og tónleikum. Öll eru velkomin meðan húsrúm leyfir og er tekið við frjálsum framlögum í anddyri Alþýðuhússins á viðburði.
Þátttakendur eru.
Boaz Yosef Friedman – myndlistarsýning
Evelyn Möcking – myndlistarsýning
Hekla Björt Helgadóttir – ljóðalestur
Jón Gauti Jónsson – fyrirlestur
Karólína Rós Ólafsdóttir – ljóðagjörningur
Masaya Ozaki – tónleikar
Arnar Ásgeirsson – gjörningur
Mikael Máni Ásmundsson – tónleikar
Arnljótur Siglurðsson – tónlistaruppákoma