Fyrir tveimur dögum námu mælitæki gos í kórónu sólar. Rafagnaskvettan frá sólinni er svona tvo til þrjá sólarhringa að ná til okkar og inn í segulsvið jarðar. Litrík norðurljós fylgja segir á vefsíðu Bliku.is.
Það gerist í kvöld hjá okkur. Norðurljósaspá NOAA á miyndinni gildir síðar í nótt á okkar tíma þegar þetta væna rauða norðurljósabelti hefur gengið til vesturs yfir Ísland og S-Grænland. Kp-vísirinn gæti náð gildinu 6 skv. spá sem væri alveg hreint ágætt, Og gæti þess vegna dottið í 7
Ber vel í veiði nú og full ástæða til að storma út eftir að dimmt er orðið, því aldrei þessu vant eru líkur á heiðríkju víða um land. Spáð er hæðarhrygg á milli lægða yfir landinu og þá er loftið þurrt og lítið um ský svona almennt séð. Vitanlega fylgir næturfrost slíku veðurlagi.
Virkni sólar er að nálgast hámark í 11 ára sveiflu sinni, svo við getum átt góðan norðurljósavetur í vændum. En leiðinlegast hvað skýjafarið er oft hamlandi. Trúlea virkni áfram annað kvöld, en þá nálgast skil úr suðri með alskýjuðum himni, nema að vera skyldi á Vestfjörðum og í útveitum norðanlands.