Þrettánda ljóðahátíðin Haustglæður hefst á laugardaginn og stefnir allt í sérlega veglega hátíð í ár. Aðalgestir hátíðarinnar verða ljóðskáldið Anton Helgi Jónsson og leikarinn Elfar Logi Hannesson.
Fyrsti viðburðurinn er laugardaginn 14. sept. kl. 16.00 en þá mun Magnús Stefánsson, forsprakki Félags ljóðaunnenda á Austurlandi, mæta á Ljóðasetrið og segja okkur frá blómlegri ljóðabókaútgáfu félagsins sem og annarri starfsemi þess. Auk þess verða flutt lög við ljóð eftir austfirsk skáld.
Dagana 18. – 20. sept. mun Þórarinn Hannesson heimsækja nemendur í 1. og 2. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar og lesa úr Æskumyndum sínum. Síðan rekur hver viðburðurinn annan fram í nóvember.