Í dag fimmtudaginn 8. júlí eru 10 ár frá því að frú Vigdís Finnbogadóttir lýsti Ljóðasetur Íslands formlega opið og verður því fagnað í nokkra daga með veglegri dagskrá.
Fimmtudagur 8. júlí kl. 16.00:
Nýtt, glæsilegt bókarými verður vígt.
Edda Björk Jónsdóttir og Hörður Ingi Kristjánsson flytja nokkur lög.
Ragnar Helgi Ólafsson flytur eigin ljóð og ljóð föður síns Ólafs Ragnarsson (sjónvarpsmanns, bókaútgefenda og Siglfirðings).
Léttar veitingar í tilefni dagsins.
Föstudagur 9. júlí kl. 16.00:
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson flytur eigin ljóð og aldrei að vita nema gítarinn fari á loft líka.
Laugardagur 10. júlí kl. 16.30:
Þórarinn Eldjárn flytur eigin ljóð. Svavar Knútur flytur nokkur lög.
Sunnudagur 11. júlí kl. 16.00:
Þórarinn Hannesson flytur ljóð og lög fyrir börn.
Endilega að líta inn, skoða og njóta.
Forsíðumynd: Þórarinn Hannesson að mála og snurfusa fyrir afmælið.