Tendrun jólatrésins á Siglufirði sem vera átti á morgun, laugardaginn 1. desember hefur verið aflýst vegna slæmrar veðurspár. Ný dagseting verður birt eftir helgina.

Ákvörðun verður tekin á morgun, þann 1. desember,  um hvort kveikt verður á jólatrénu þann 2. desember í Ólafsfirði eins og áður var auglýst. Ákvörðun um opnun jólamarkaðar Tjarnarborgar verður sömuleiðis tekin á morgun. 

Jólastemning á Siglufirði aflýst. Nánar auglýst mánudaginn 3. desember.  

 

Ljósin tendruð á trénu á ráðhústorginu laugardaginn 1. desember kl. 16:00

  • Hátíðarávarp; Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir
  • Börn úr leikskólanum Leikskálum syngja
  • Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir flytja nokkur vel valin lög
  • Barn úr leikskólanum Leikskálum tendrar ljósin á trénu
  • Hó, hó, hó! Jólasveinarnir koma í í heimsókn með eitthvað gott í pokanum
  • Dansað kringum jólatréð með jólasveinunum


Jólastemning í Ólafsfirði 2. desember. 

Ljósin tendruð á trénu við Menningarhúsið Tjarnarborg sunnudaginn 2. desember kl. 15:00

  • Hátíðarávarp; Ólafur Stefánsson
  • Börn úr leikskólanum Leikhólum syngja jólalög
  • Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir flytja nokkur vel valin lög
  • Barn úr leikskólanum Leikhólum tendrar ljósin á trénu
  • Hó, hó, hó! Jólasveinarnir koma í heimsókn með eitthvað gott í pokanum
  • Dansað í kringum jólatréð með jólasveinunum

Skíðafélag Ólafsfjarðar býður öllum uppá heitt kakó og piparkökur. Einnig verður nýi troðari Skíðafélagsins til sýnis, kynning á námskeiðum framundan og tilboð á árskortum.

 13:00-16:00     Hinn árlegi Jólamarkaður Tjarnarborgar opinn í tengslum við tendrun jólatrésins í Ólafsfirði.

17:00-18:00     Aðventuhátíð í Ólafsfjarðarkirkju