Í sumar var dreginn ljósleiðari á efri hæð Hornbrekku í Ólafsfirði, dregið var inn á hvert herbergi og þá höfðu þeir íbúar sem það vildu kost á því að fá sér tölvubeini (IP-router). Einnig voru settir upp netdreifarar (punktar) á heimilið.
Unnið hefur verið að uppsetningu nýs bjöllukerfis en COVID hefur sett strik í reikninginn varðandi það.
Unnið er að skipulagi um styttingu vinnuviku og komin niðurstaða fyrir dagvinnufólk Hornbrekku, það tekur gildi 1. janúar. Farið verður að vinna að skipulagi um styttingu vinnuviku hjá vaktarvinnufólki í næstu viku, það mun taka gildi 1. maí 2021
Biðlistinn hefur lengst eftir plássi í hvíld og listinn eftir varanlegu plássi á Hornbrekku er langur.