Aðalfundur Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar var haldinn í gær, þriðjudaginn 1. september.

Stjórnin lagði til að félagið yrði lagt niður þar sem mæting á aðalfund gaf ekki tækifæri til að kjósa nýja stjórn og var það samþykkt.

Klúbburinn var stofnaður í janúar 2013 og hefur staðið fyrir fjölda viðburða, sýningum, námskeiðum, fræðslufundum, spjallfundum og ljósmyndaferðum.

Stjórnin þakkar öllum þeim sem hafa starfað með klúbbnum undanfarin ár.

Facebooksíða klúbbsins hefur verið uppfærð og nefnist nú Ljósmyndasíða Fjallabyggðar. Verður hún aðgengileg áfram fyrir alla ljósmyndara sem vilja deila myndum sínum, sér og öðrum til ánægju.

Klúbburinn var einnig með aðra síðu áður en facebook gerði þær kröfur að félagasamtök þyrftu að hafa “læksíður”. Á síðunni er mikið af góðum myndum sem vert er að skoða.

Mynd/Mikael Sigurðsson