Mikil ásókn hefur verið í lóðir hjá Dalvíkurbyggð undanfarn misseri. Á síðasta fundi umhverfisráðs sem haldinn var þann 8. apríl síðastliðinn var lóðum úthlutað fyrir alls 20 íbúðir. Um er að ræða lóðir fyrir fjölbreytta íbúðakosti, einbýlishús, fjölbýli, minni eignir og sumarbústaðalóðir.

Flestar lóðirnar eru á Dalvík en einnig var lóð úthlutað fyrir einbýli á Árskógssandi. Ef allar þessar fyrirhuguðu framkvæmdir ganga eftir verður mikið um að vera í íbúðahúsabyggingum í Dalvíkurbyggð á næstu mánuðum. 

Mynd/Dalvíkurbyggð