HREiNN var að senda frá sér nýtt lag , SNOW, sem verður leikið á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á sunnudögum kl. 13 – 15.

Lagið Snow er fimmti og síðasti síngull fyrir útgáfu á komandi plötu sem mun bera titilinn “ Dusty Mountains” .

Platan mun líta dagsins ljós er nær dregur sumri.

Öll lög plötunnar eru tekin upp í Stúdíó Síló á Stöðvarfirði undir stjórn Vinny Wood.
Hljóð og hljómblöndun er í höndum Ívars “Bongó” Ragnarssonar í Stúdíó Nærbrók.

Í laginu Snow sér Guðni Finnsson um bassaleik, sem í öðrum lögum plötunnar.
Jón Knútur Ásmundsson ( Coney Island Babies ) spilar trommur og áslátt.
Í bakröddum eru Kolbrún Gísladóttir og Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir og sjálfur Hreinn J. Stephensen syngur og spilar gítara og píanó .

HREiNN var á árum áður harmonikkuleikari í hljómsveitinni Risaeðlan og gítarleikari í kraft rokk hljómsveitinni Dýrið Gengur Laust lék einnig með hljómsveitinni Vilmacakebread á erlendri grund.

Spotify : https://open.spotify.com/artist/0PtbEG88jerUlfinLWe9Yr?si=2DIrekWYSAiDWqVYejTjvg

YouTube : https://youtube.com/channel/UCMb8FUEzrEw-D6Ek4aio0iQ