Kjúklingatacos undir ostabræðingi

  • 900 g kjúklingabringur
  • 2 pokar tacokrydd
  • gul, rauð og græn paprika (1 í hverjum lit)
  • stór rauðlaukur (eða tveir litlir)
  • 200 g rjómaostur
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 2 dl rifinn cheddarostur + smá til að setja yfir
  • jalapenos
  • nachos

Hitið ofninn í 225°. Skerið kjúklingabringurnar í strimla, fínhakkið paprikurnar og skerið laukinn í báta. Steikið kjúklinginn og kryddið með tacokryddinu. Bætið paprikum og rauðlauk á pönnuna og steikið í 1 mínútu.

Setjið blönduna yfir í eldfast mót. Hrærið saman rjómaosti, sýrðum rjóma og rifnum cheddar osti. Dreifið úr ostablöndunni yfir kjúklingablönduna. Stráið smá cheddar osti yfir ásamt fínhökkuðu jalapeno.

Setjið í ofninn í um 15 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður. Takið út og skreytið með nachos.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit