Lögreglan á Norðurlandi eystra mun halda æfingar á Akureyri dagana 18. og 19. ágúst. Æfingarnar eru ætlaðar hluta lögreglumanna sem taka þátt í AMF-námi, sem felur í sér akstur með forgangi.

Eftir hádegi báða dagana má búast við að lögreglubifreiðar verði í forgangsakstri innanbæjar með bláum ljósum og sírenum í stutta stund.

Gera má ráð fyrir að þetta valdi einhverju smávægilegu ónæði, en lögreglan biður íbúa um þolinmæði á meðan æfingunum stendur.