Nú hafa öll 5 ára börn á Norðurlandi vestra fengið heimsókn frá lögreglunni þar sem spjallað var um mikilvægi þess að nota öryggisbelti og endurskinsmerki.
Á facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir. “Blessuð börnin segja frá flestu sem þau verða vitni að, við minnum alla þá sem eldri eru að þeir eru fyrirmyndir þeirra yngri.
Við minnum á að ávallt á að nota öryggisbelti og annan öryggisbúnað í bílum sem hæfir aldri og þroska barna, slysin gera ekki boð á undan sér þó svo viðkomandi sé jafnvel að aka á heimatúninu eða rétt út í fjós”.