Eins og fram kom á Trölli.is í gær var haldið minigolf mót í Maspalomas á Kanarí til styrktar Grindvíkingum.

Mótið var haldið í Minigolf Yumbo í gær, fimmtudaginn 15. febrúar og var mjög gaman að sögn viðstaddra.

Alls söfnuðust €3.250 sem jafngildir u.þ.b. 500.000 krónum, á minigolf mótinu, veitingasölu, happdrætti og frjálsum framlögum.

Á forsíðumynd má sjá þá Grindvíkinga sem voru á staðnum.

Íslendingar á Kanarí safna fyrir Grindvíkinga

Myndir/Sveinn Guðmundsson