Tilkynning vegna kórónaveirunnar (COVID-19)

Framkvæmdastjrón HVE hefur í samráði við sóttvarnalækna heilbrigðisumdæmisins lokað fyrir heimsóknir ættingja og gesta allan sólarhringinn nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þessi ákvörðun gildir þar til annað verður tilkynnt formlega.

Lokunin gildir fyrir legudeildir sjúkrahússins á Akranesi, í Stykkisihólmi auk hjúkrunardeilda HVE á Hólmavík og á Hvammstanga.

 Þessi íþyngjandi ákvörðun var tekin í framhaldi af því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir.

HVE bendir íbúum á að fylgjast vel með upplýsingum og kynna sér leiðbeiningar á vef Embættis landlæknis  www.landlaeknir.is  um stöðu mála, en þær geta breyst frá degi til dags.