Á vef Húnaþings vestra er þessi tilkynning:

Mánudaginn 22. október verður sett nýtt efni á sturtu- og búningsklefa íþróttamiðstöðvar. Af þeim sökum verður lokað í sund, potta og sturtur frá og með mánudeginum 22. okt. í allt að tvær vikur. Reynt verður að hafa opið í þrektækjasalinn og íþróttahúsið á meðan en búast má við óþægindum s.s. ryk og lakklykt vegna framkvæmda.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi