Fjölskylduhátíðin Ein með öllu fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina og þá verður einnig efnt til fjallahlaupsins Súlur Vertical á föstudag og laugardag.

Af þessum sökum verður nokkuð um tímabundnar lokanir gatna til að tryggja öryggi gesta og þeirra sem taka þátt í viðburðunum.

Um er að ræða nokkuð umfangsmiklar lokanir á miðbæjarsvæðinu og suður að Leiruveg vegna Einnar með öllu en lokanir vegna Súlur Vertical verða einvörðungu laugardaginn 5. ágúst frá kl. 11.30-18.00 eða þar til síðustu keppendur hafa hlaupið hjá (sjá meðfylgjandi kort).

Dagskrá Einnar með öllu má sjá hér.

Allt um Súlur Vertical á heimasíðu fjallahlaupsins.

Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur: