Nú er búið að loka Holtavörðuheiðinni. Þar er veður slæmt eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af vef Vegagerðarinnar.

Tilkynningar hafa borist um ökumenn í vandræðum og er aðstoð væntanleg, en björgunarsveitirnar Húnar á Hvammstanga og Heiðar í Borgarfirði hafa verið ræstar út. Einnig er búið að loka Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði.

Af facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra