Fjallabyggð iðar af lífi, fólki, tónlist og menningu alla páskana.

Páskafjör verður í Skarðsdal og verður opið alla daga frá kl 10:00. Skíðakennsla og brettakennsla verður í boði, leikjabraut, ævintýraleið, bobbbraut, hólabraut, gönguskíðabaut, lifandi tónlist og svo veitingar af bestu gerð.

Þá sem fýsir í menningu og listir þá verður úr nægu að velja en þar má helst nefna að Alþýðuhúsið á Siglufirði verður með tónleika og listasýning í Kompunni. Vinnustofa Abbýar verður opin. Listasýning í Listhús Gallerí á Ólafsfirði.

Í Ljóðasetrinu á Siglufirði verður  ljósmyndasölusýning Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar, lestur passíusálma og margt fleira.

Leikfélag Fjallabyggðar er þessa dagana að sýna í Tjarnarborg í Ólafsfirði gamanleikritið Bót og betrun og verður m.a. sýning á skírdag. Segull 67 Brugghús verður með kynningu og smökkun.

Apres Ski á Sigló hótel alla dagana og á Kaffi Rauðku verða Stebbi og Eyfi með tónleika á laugardeginum fyrir páska nú og svo verður boðið uppá lifandi tónlist á Torginu og af sjálfsögðu allir  veitingastaðir opnir.

Ekki má svo gleyma helgistundum í kirkjunum bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði.

Fjallabyggð hefur gefið út páskadagskrá sem inniheldur opnunartíma þjónustuaðila og verslana og annarra viðburða sem verða yfir páskana í Fjallabyggð.

Sjá dagskrá: HÉR