Um þar síðustu helgi voru þrír hópar frá KF/Dalvík á faraldsfæti. Stelpurnar í 5. flokki kvenna skemmtu sér konunglega í Eyjum á TM mótinu þar sem árangurinn á vellinum var frábær hjá báðum liðunum og samheldnin mikil sem lýsti sér best í hæfileikakeppninni þar sem þær fengu viðurkenningu fyrir frumlegasta atriðið.

Strákarnir á yngra ári í 6. flokki tóku þátt á Setmótinu á Selfossi sem er skemmtilega uppsett mót með nóg af fótbolta fyrri part dags og afþreyingarmöguleikum seinni hluta dags. Bæði liðin komust á pall í sínum deildum og bæði strákarnir og foreldrar nýttu helgina til að kynnast.

Loks fóru strákarnir í 3. karla á Suðurnesin og spiluðu við Reyni/Víði á laugardeginum og Keflavík á sunnudeginum. Þeir náðu í sitt fyrsta stig í Sandgerði þar sem þeim fannst þeir hafa verið rændir 2 stigum. Sunnudagsleikurinn var erfiður enda þreyttir og lemstraðir eftir laugardagsleikinn.

Myndirnar sem fylgja eru frá TM mótinu og Setmótinu.

Á næstunni eru svo fjölmargir leikir á Íslandsmótinu hjá m.a. 5. karla og 4. karla.

Myndir og heimild/ Frétta- og fræðslusíða UÍF