Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin um helgina, 24.-26. júní.

Dagskráin er fjölbreytt og ætti að vera hægt að finna eitthvað skemmtilegt við allra hæfi. 

Byrjað verður á fimmtudaginn og sameinast íbúar við að skreyta götur og um kvöldið verður sameiginlegt þorparagrill á Höfðaborg. Markaður verður í Konungsverslunar húsinu og um kvöldið verður miðnæturskemmtiskokk.

Á föstudag verður gönguferð, kjötsúpa, BarSvar og sundlaugarpartý fyrir börn og unglinga. Um kvöldið verður dansleikur með Ástarpungunum frá Siglufirði.

Dagskrá:

Laugardagur 25. júní
10:00, prjónahittingur. Sonja Finns býður upp á kennslu í tækniatriðum. Kaffi og konfekt. Staðsett í norðursal í Höfðaborg.
11:00, fjör í fjöru-Fjársjóðsleit Stefýjar Björgvins. Mæting við Retro Mathús. Hentar börnum á leikskólaaldri.-Sjósund, Inga Heiða sjósundsdrottning leiðbeinir og hvetur. Gott að hafa meðferðis sundskó/vaðskó og handklæði/slopp. Munið að borða áður farið er í sjóinn.-Dorgveiði á vestari bryggjunni (11:30). Börn eru á ábyrgð foreldra. Verðlaun fyrir þyngsta og léttasta fiskinn.
12:00-16:00, bændamarkaður. Lifandi tónlist á pallinum við Pakkhúsið.
13:00, Hofsósingur.is, Finnur Sigurbjörnsson verður í Grettisbúð (gömlu slökkvistöðinni) og tekur á móti fólki sem vill koma gömlum myndum á rafrænt form. Alls konar gamlar myndir og góðar sögur.

Björgunarsveitin Grettir sýnir tækjakost fyrir utan Grettisbúð.13:00-16:00.

Markaður í Höfðaborg og sölubíll smáframleiðenda verður á svæðinu.13:00.

Fyrir börnin:-listasmiðja Verðandi á Þangstöðum (til kl. 14:00).-hoppukastalar, ærslabelgur, aparóla– andlitsmálun– sápubolti– kubbvellir

13:00, Hofsósleikar, kappát, boðhlaup, reipitog og önnur klassík.

Ætlað fullorðnum.14:00-17:00, opnun Dalaseturs í Unadal. Allir velkomnir. Léttar veitingar í boði.
14:00-16:00, veltibíllinn við Höfðaborg í boði Fisk Seafood.
16:00-16:40, diskóstuð í Höfðaborg, limbó, hókí pókí, ásadans og aðrir leikir. Karamelluregn í lokin.
17:00, bjórsmökkun frá Bjórsetri Íslands. Smakkaðar verða 6-8 tegundir. Farið yfir gerð og sögu bjórsins. 4000 kr. á mann. Uppselt.
20:00, skrúðganga. Leið skrúðgöngu: austur kirkjugötu, vestur austurgötu, austur Túngötu, stoppað við Höfðaborg, upp og niður Kárastíg og þaðan niður í stað.
Lágmörkum bílaumferð þetta kvöld. Biðjum aðkomufólk að leggja við Höfðaborg og slást með í för fótgangandi þaðan.20:30-22:00, varðeldur og fjörutónleikar. Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson koma fram. Magnús Kjartan úr Stuðlabandi leiðir brekkusöng.
Sykurpúðar fyrir börnin.
Nammisala og sjálflýsandi partýdót til sölu í Retro Mathúsi. Tilboð á barnum.
23:00-03:00, stórdansleikur í Höfðaborg með Stuðlabandinu. Húsið opnar kl. 23:00.Verð 4500 kr. á tix.is í forsölu og 5000 kr. við hurð.
18 ára aldurstakmark.