Samskiptamiðillinn Facebook virkar ekki sem skyldi þessa stundina.

Einnig hefur verið kvartað undan vandræðum á Instagram og WhatsApp í dag. Vandinn virðist einskorðaðs við myndbirtingar og einhverja pósta, þrátt fyrir að vefsíðan virki.

Frést hefur af vandanum um allan heim og hafa kvartanir borist meðal annars frá Evrópu, Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og Japan.

Facebook hefur nú þegar sent út afsökunarbeiðni á Twitter.