Nú um helgina er margt um manninn á skíðasvæðinu í Skarðsdal. Þetta er fyrsta helgin í langan tíma sem svæðið er opið, en það hefur verið lokað frá 23. des. vegna snjóleysis.

Í dag, sunnudaginn 20. janúar kl 13:00 er “Snjór um víða veröld”, eða “World Snow Day 2019“. Þetta er alþjólegur skíðadagur þar sem allir eru hvattir að fara út að leika, skíði, bretti, þotur, sleðar o.fl. Foreldrar og börn leika saman í Skarðsdalnum, kennsla, skíðabúnaður, lyftumiðar fyrir alla frá kl 13:00 þennan dag, og svo allir í kakó og kökur.

Fréttamenn Trölla litu við í Skarðsdalnum um kl 15 í gær og þá höfðu um 400 manns komið, sem er mun meira en búist var við, en lokað var í Hlíðarfjalli á Akureyri vegna hvassviðris.

 

Gott færi er í fjallinu

 

Boðið var upp á ilmandi vöfflur, kaffi og aðrar veitingar og létu gestirnir það ekki fram hjá sér fara

 

Um 400 manns mættu í gær

 

Bílaröðin náði langt niður eftir Skarðsveginum