Þann 10. apríl 2019 var fyrsta skóflustungan tekin á Dalvík að leiguíbúðum fyrir ungmenni með sérúrræði við Lokastíg 3 á Dalvík. Um er að ræða annars vegar 5 íbúða raðhús með sjálfstæðri búsetu og hins vegar 2 íbúða hús með þjónusturými ætlað einnig fyrir skammtímavistun félagsmálasviðs.
Veðrið í gær minnti svo sannarlega á að vorið er rétt handan við hornið með allt það dásamlega sem það hefur í för með sér en dagurinn var einstaklega sólríkur og fallegur. Frábær dagur til að afhenda nýjum íbúum í Lokastíg lykla að íbúðunum. Stórt skref fyrir þessi ungmenni að vera komin með búsetuúrræði í sinni heimabyggð.
Enn er eftir minniháttar frágangur utanhúss og því verða íbúðirnar formlega vígðar í vor.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndar af nýjum íbúum við íbúðirnar sínar en í heildina voru afhentir 7 lyklar í gær.
Á forsíðumynd má sjá Pétur Geir Gíslason ásamt foreldrum sínum þeim Margréti L. Laxdal og Gísla Bjarnasyni þegar hann tók á móti lyklunum.
Myndir: Dalvíkurbyggð