Stjórnvaldsákvarðanir og aðgerðir Matvælastofnunar í dýravelferðarmálum o.fl. í mars 2025 voru eftirfarandi.

Brotið gegn gæludýri

Umráðamaður hunds á Norðausturlandi beitti hann harðýðgi í viðurvist vitna og braut með því dýravelferðarlög. Lögð var á hann stjórnvaldssekt að upphæð 48.000 kr.

Úrbætur á kostnað bónda

Bóndi á Suðurlandi vanrækti fóðrun og brynningu sauðfjár vegna skorts á getu. Matvælastofnun skipaði honum tilsjónarmann fram yfir sauðburð á kostnað hans.

Hótanir kærðar til lögreglu

Í kjölfar ábendingar um slæma meðferð á hundi hjá einstaklingi á höfuðborgarsvæðinu var reynt að fara í eftirlit á heimili hans. Umráðamaðurinn hótaði eftirlitsmanni Matvælastofnunar þá ofbeldi sem er brot á 106.gr. almennra hegningarlaga. Brotið var kært til lögreglu.

Ólöglegir fjárflutningar

Bóndi á Vesturlandi var kærður til lögreglu fyrir brot á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Sauðfé í eigu hans slapp yfir varnarlínu á milli smithólfa. Í stað þess að slátra því strax eins og krafist er í dýrasjúkdómalögum flutti hann það til baka á bæ sinn og braut þar með lögin tvisvar.

Þegar talað er um harðýðgi gagnvart dýrum er átt við að einstaklingur eða samfélag sýni andúð, grimmilega eða ómannúðlega framkomu við dýr. Þetta getur falið í sér í sér vanvirðingu fyrir lífi og velferð dýra, þar sem þau eru slegin, misþyrmt, vanrækt eða misnotuð. Harðýðgi gagnvart dýrum getur einnig tekið form af ofbeldi, vanrækslu eða ómannúðlegri meðferð, t.d. að halda dýrum í óþolandi aðstæðum, án þess að veita þeim grunnþarfir eins og mat, vatn, skjól og læknisþjónustu.