Samfélagsverðlaun Skagafjarðar verða veitt í tíunda sinn á setningu Sæluviku í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 27. apríl nk. en Samfélagsverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn árið 2016.
Skagafjörður óskar eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar, en samfélagsverðlaunin eru árlega veitt einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
Tilnefningar eru sendar inn með því að fylla út rafrænt skjal en einnig er í boði að senda tilnefningar á netfangið baldur@skagafjordur.is eða skila skriflega í afgreiðslu Ráðhússins á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 17-21.
Frestur til þess að senda inn tilnefningar er til og með 15. apríl nk.
Smelltu hér til að senda inn tilnefningu
Eftirtaldir hafa verið sæmdir Samfélagsverðlaunum Skagafjarðar fyrir sinn þátt í að efla skagfirskt samfélag:
2024 – Hjónin Árni Björn Björnsson og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir
2023 – Rögnvaldur Valbergsson
2022 – Helga Bjarnadóttir
2021 – Stefán R. Gílsason
2020 – Helga Sigurbjörnsdóttir
2019 – Geirmundur Valtýsson
2018 – Hjónin Árni Stefánsson og Herdís Klausen
2017 – Kristmundur Bjarnason
2016 – Stefán Pedersen