Bandaríska listakonan Jeanne Morrison kom fyrst til Ólafsfjarðar árið 2014 til að dvelja í Listhúsinu. Hún hefur tekið ástfóstri við Ólafsfjörð og komið á hverju ári síðan.

Listakonan hefur í hverri ferð sinni hingað til lands málað tröll á hús Ólafsfirðinga og myndirnar líkjast oft á tíðum eigendum þeirra. Er hún núna að mála á sextánda húsið og er það hús Húlladúllunar, Unnar Maríu Bergsveinsdóttur og má þekkja hana af myndinni sem Jeanne er að vinna núna og auðvitað fylgja heimiliskettirnir með.

Þetta er skemmtileg hefð sem gerir skemmtilegan svip á Ólafsfjörð sem víða er eftir tekið.

Jeanne Morrison fer af landi brott um helgina en ætlar vissulega að koma í fallega fjörðinn, Ólafsfjörð áður en langt um líður.

Það má þekkja Húlladúlluna á þessari skemmtilegu mynd sem Jeanne er að mála

 

Skemmtilegt tröllið á þessum bílskúr

 

Menntaskólatröllið

 

Sundlaugartröllið

 

Hér má sjá staðsetningu þeirra húsa sem Jeanne hefur málað tröll á. Sjá hér