Lögreglan á Norðausturlandi eystra, sérstaklega á Akureyri hefur fengið margar tilkynningar um að stolið hafi verið reiðhjólum við hús fólks og kveðið hefur ansi rammt að þessu að undanförnu.

Ennfremur hefur borið á því að sést hafi til manna vera að taka í húna á bílhurðum til að reyna að komast inn til að verða sér úti um verðmæti.

Fólk er beðið sérstaklega um hýsa hjólin sín, ef þeim er ekki fært að læsa þeim tryggilega og láta þau ekki liggja óvarin eða á áberandi stöðum framan við húsin sín.

Ennfremur er fólk beðið um að læsa bílunum sínum.

Lögregla mun fylgjast vel með og taka hjól sem liggja á víðavangi eða eru skilin eftir langtímum saman á almannafæri.