Vegna malbikunarframkvæmda í Héðinsfirði má búast við umferðartöfum í dag, þriðjudaginn 14. október, og á morgun, miðvikudaginn 15. október. Umferðarstýring verður á staðnum og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og virða merkingar.
Einnig má búast við umferðartöfum á Siglufirði milli Norðurtanga og Skarðsvegar í dag vegna malbikunarvinnu. Umferðarstýring verður á svæðinu og er ökumönnum bent á að fylgja fyrirmælum og sýna varfærni meðan á framkvæmdum stendur.