Á þriðjudaginn sagði Trölli.is frá framkvæmdum L-7 verktaka við þakskiptingu á Siglufirði og þykir það tíðindum sæta að vera í þess háttar framkvæmdum mánuði fyrir jól.
Í gær gekk fréttaritari fram á malbikunarflokk frá Malbikun Akureyrar þar sem þeir voru við vinnu í Suðurgötu. Aðspurður sagði einn af starfsmönnum stöðvarinnar Hinrik Karl Hinriksson, sonur Hinriks Karls Hinrikssonar sem er sonur Hinriks Karls Hinrikssonar sem jafnan var nefndur Hinni kennari, að þeir væru að malbika í búta og holur sem eftir var að ganga frá í sumar. Hann sagði einnig að þetta væri óvenjulegur árstími fyrir þá að vera að malbika hér á Tröllaskaga.
Ljóst er að veðurblíðan sem verið hefur undanfarna daga er nýtt til allskonar útiverka sem jafnan eru óvinnandi vegna veðurs og fannfergis.
Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir