Félagsmála – og tómstundanefnd Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum 6. mars sl. að hefja reynsluverkefni í samstarfi við Varmahlíðarskóla og Grunnskólann austan Vatna.
Samstarfið miðar að því að bjóða eldri borgurum utan Sauðárkróks að sækja um matarþjónustu hjá stuðnings- og stoðþjónustu Skagafjarðar og sækja matarbakka í skólana.
Þjónustan verður í boði á virkum dögum á starfstíma skólanna.
Verð á matarbakka er 1.730 kr.
Staða og nýting á þjónustunni verður tekin í lok maí n.k.og lögð fyrir nefndina.
Sækja þarf um þjónustuna á íbúagátt Skagafjarðar eða hjá Stefaníu Sif Traustadóttur, forstöðumanni stuðnings- og stoðþjónustu Skagafjarðar sem veitir einnig nánari upplýsingar í síma 455-6000 eða á stefaniast@skagafjordur.is.